Landsbankaappið
Lykillinn að fjármálunum þínum
Landsbankaappið er fjölhæft app í sífelldri þróun sem býður upp á hraða, örugga og snjalla bankaþjónustu fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Eitt app, ótal lausnir
Appið leysir ótal verkefni og býður upp á fleiri möguleika en önnur íslensk bankaöpp. Við vinnum sífellt að nýjum lausnum sem við bætum reglulega inn í appið á sama tíma og við herðum og fínpússum það sem fyrir er.
Samræmd hönnun og viðmót tryggja heildstæða notendaupplifun
Útlit og viðmót appsins byggir á sérhönnuðu hönnunarkerfi og íhlutasafni. Þetta íhlutasafn er ekki aðeins notað í appinu, heldur líka í netbanka fyrirtækja og sjálfsafgreiðslulausnum utan netbanka – og mun síðar nýtast í netbanka einstaklinga.
Með þessu verður allt viðmót samræmt og kunnuglegt, sem auðveldar viðskiptavinum að læra á og nota lausnirnar okkar. Þeir þurfa ekki að aðlagast nýju viðmóti í hverri lausn, heldur fá heildstæða notendaupplifun.
Ferli eru oftast hönnuð fyrir síma og eru svo flutt inn í netbankann þar sem þau birtast í spalta hægra megin á skjánum þegar þau eru kölluð upp.
Stundum nota viðskiptavinir tvö kerfi í sömu aðgerðinni, til dæmis samþykkt greiðslu úr netbanka með lífkenni í appinu. Þá lýkur viðskiptavinur við greiðslufyrirmælin í netbankanum og staðfestir svo greiðsluna með lífkenni í appinu. Samræmt útlit milli lausnanna tveggja - netbanka og apps - skapar hnökralausa notendaupplifun í slíkum aðgerðum.

Auðkenning með lífkenni
Appið er nú orðið miðpunktur í auðkenningu og staðfestingu greiðslna. Við nýtum auðkenningu með lífkenni (andlitsgreiningu eða fingrafari) til að staðfesta kortafærslur á netinu, greiðslur úr netbanka fyrirtækja og til innskráningar í netbanka einstaklinga og fyrirtækja: QR-kóði á innskráningarsíðu netbankanna opnar Landsbankaappið sem er notað til auðkenningar.

Tengir fólk saman
Við höfum haldið áfram á þeirri braut að nýta appið til að tengja saman fjármál fjölskyldu og vina. Hægt er að veita aðgang að bankareikningum, rafrænum skjölum, verðbréfum og mörgu öðru og fjölskylda og vinir geta sett sér sameiginleg sparnaðarmarkmið og lagt sitt að mörkum til að ná þeim.
Einnig er hægt að tengja greiðslureikninga í öðrum bönkum við appið, sjá stöðu og færslur á þeim og millifæra út af þeim. Með því að hafa allt á sama stað sparast tími og fólk fær enn betri yfirsýn yfir fjármálin.

Appið er fyrir alla
Allir geta notað appið, hvort sem þeir eru í viðskiptum við Landsbankann eða ekki. Hægt er að sækja það og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappi án nokkurra skuldbindinga, skoðað það og prófað ýmsa þjónustu. Nú er líka mun auðveldara að koma í viðskipti og virkja þannig alla möguleika appsins.
Appið er ekki heldur aðeins fyrir íslenskumælandi viðskiptavini, heldur er líka hægt að nota það á ensku og pólsku.

Dökkur hamur - þægilegur og orkusparandi
Nú bjóðum við upp á dökkan ham (dark mode) sem dregur úr álagi á augun í lítilli birtu og getur jafnframt sparað orku. Litaskemað byggir á litum Landsbankans, þar sem bakgrunnurinn er dökkblár en ekki svartur eins og algengt er í sambærilegum lausnum, sem skapar bæði þægilegt og samræmt viðmót.

Sveigjanlegar öryggisstillingar
Eitt mikilvægasta markmið okkar við hönnun og smíði appsins er að tryggja öryggi notenda. Liður í því eru nýjar og fjölbreyttar öryggisstillingar korta sem gera korthöfum kleift að loka á ákveðna kortanotkun, eins og netgreiðslur, snertilausar greiðslur eða kortanotkun erlendis. Neyðarlokun er nýr möguleiki sem leyfir notendum að loka öllum aðgangi að appinu og netbankanum samstundis ef þörf krefur.

Miðpunktur samskipta
Með nýju innhólfi, netspjalli og samskiptaborðum með persónusniðnum skilaboðum höfum við gert appið miðpunkti samskipta. Í innhólfið fá viðskiptavinir mikilvæg skilaboð – svo sem breytingar á vöxtum á bankareikningum þeirra og lánum; þeir geta fengið aðstoð og svör við spurningum í netspjallinu sem byggir á spjallmenninu Ellí sem er á vakt allan sólarhringinn; og fengið markvissa kynningu á vörum og þjónustu sem hentar þeim í gegnum markhópamiðaða meðmælaborða. Einnig berast þeim tilkynningar og áminningar þegar viðbragða er þörf í gegnum tilkynningaborða og þrýstiskilaboð (push notifications).

Notkunin aldrei meiri og ánægjan mikil
Appið er langalgengasta leið viðskiptavina til að nýta sér þjónustu bankans en í hverjum mánuði skrá yfir 135 þúsund notendur sig inn og að meðaltali voru 3,5 milljónir innskráninga í appið á mánuði sem er 13% aukning á milli ára. Aukin notkun endurspeglar vaxandi eftirspurn eftir stafrænum lausnum sem einfalda lífið og bæta yfirsýn yfir fjármálin.

Ný þjónusta fyrir einstaklinga
Við erum fyrsti bankinn á íslenskum markaði til að bjóða upp á endurfjármögnun í appi og netbanka. Þetta er lausn sem einfaldar ferlið og sparar bæði tíma og peninga.
Lífeyrismál geta verið flókin en með nýjum möguleikum í appinu stigum við stórt skref í að gera þau einfaldari. Nú er hægt að sækja um skyldu- og viðbótarlífeyrissparnað í appinu og einnig breyta núverandi samningum.
Viðskiptavinir geta nú séð ítarlegri upplýsingar um þróun inneignar sinnar og áætlað möguleg eftirlaun í þar til gerðri reiknivél.
Hlutfall samninga í sjálfsafgreiðslu var í lok árs komið í 81% á mánuði að meðaltali, sem má teljast mjög góður árangur og greinilegt að viðskiptavinir kunna vel að meta þennan möguleika. Nýjum viðskiptavinum í lífeyrissparnaði hélt áfram að fjölga og var aukningin um 6% frá fyrra ári. Áhugavert er að sjá fjölgun samninga um skyldulífeyrissparnað hjá fólki á aldrinum 16 til 24 ára en í þeim aldurshópi var aukningin 23% á milli ára.

Ný þjónusta fyrir fyrirtæki
Mikil áhersla hefur verið lögð á að bæta viðmót og lausnir fyrir fyrirtækjanotendur. Nú geta fyrirtæki skilað kvittunum, sett skýringar á kortafærslur og valið bókunarlykla sem flæða beint í bókhaldið. Þau geta líka sótt um yfirdráttarheimild, valið tryggingu og skráð nýja sjálfskuldarábyrgð - allt í gegnum appið.

Lausnir í appinu
Landsbankaappið er stútfullt af sjálfsafgreiðslulausnum, verkfærum og upplýsingum sem gera fjármálin einfaldari, fljótlegri og þægilegri. Appið er eins og mörg öpp í einu sem hvert um sig býr yfir fjöldanum öllum af möguleikum. Hér fyrir neðan má sjá níu helstu þjónustuþætti appsins.

Bankareikningar
Staða og færslur á bankareikningum þínum og tengdra aðila. Þú getur veitt öðrum skoðunar- og millifærsluheimild á bankareikningana þína og séð greiðslureikninga sem þú átt í öðrum bönkum.

Kort
Staða og færslur á kreditkortunum þínum og tengdra aðila. Þú getur veitt skoðunarheimild á kort, greitt inn á kort, dreift greiðslum, nálgast kortanúmer, sett kort í veski, vaktað kort, séð stöðu gjafakorta og Aukakróna.

Millifærslur
Þú getur framkvæmt innlendar og erlendar millifærslur, séð viðtakendalista og valið þína eftirlætis viðtakendur á sérstakan lista. Bankareikninganir þínir og tengdra aðila eru aðgengilegir fyrir hraðmillifærslu. Hægt er að stofna og eyða framvirkum og reglulegum millifærslum.

Ógreiddir reikningar
Hægt er að greiða ógreidda reikninga strax, á valinni dagsetningu eða á eindaga. Gera má beingreiðslusamninga, fela reikninga og sýna þá aftur. Þú getur fengið tilkynningar um nýja reikninga og þegar þeir eru á eindaga. Veita má skoðunarheimildir á ógreidda reikninga og séð reikninga annarra sem hafa veitt þér heimild.

Lán
Heildarsýn á íbúðalán, Aukalán, yfirdrátt og kortaheimildir. Skoða lánaheimild, ráðstafa heimildum og sækja um hærri heimild. Fá Aukalán á augabragði, yfirdrátt og kortaheimild.

Skjöl
Ýmis skjöl sem gefin eru út af fyrirtækjum og stofnunum. Undirrituð skjöl og skjöl til undirritunar.

Verðbréf
Kaup og sala hlutabréfa og sjóða. Yfirlit eignasafns, viðskiptasaga, áskriftir í sjóðum og yfirlit markaða (hlutabréf, sjóðir og skuldabréf).

Lífeyrissparnaður
Hægt að sækja um skyldu- og viðbótarlífeyrissparnað og breyta samningum sem þegar eru í gildi. Yfirlit réttinda og séreignar, staða skyldulífeyrissparnaðar og viðbótarlífeyrissparnaðar auk færslulista. Reiknivél sem áætlar eftirlaun við lok starfsævinnar.

Sparað í appi
Þú getur sett þér sparnaðarmarkmið, valið sparnaðarleiðir sem auðvelda þér að ná því og fengið hærri vexti. Þú getur líka boðið vinum eða fjölskyldunni að taka þátt í sparnaðinum. Þannig geta allir lagt sitt af mörkum og fylgst saman með því hvernig gengur.
Lausnir fyrir fyrirtæki
Appið er bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki Það er einfalt mál að skipta um notanda í appinu og skrá sig inn á fyrirtækjanotandann sinn. Þar bjóðast allar þær lausnir sem einstaklingum bjóðast - að frátöldum Spara í appi og Aukakrónum - en til viðbótar koma nokkrar lausnir sem eru aðeins fyrir fyrirtæki. Hér eru nokkur dæmi um fyrirtækjalausnir.

Yfirdráttarheimild fyrirtækja
Sækja um yfirdráttarheimild á veltureikning, velja tryggingu og skrá nýja sjálfskuldarábyrgð.

Kvittanir beint í bókhaldið
Hægt að bæta viðhengi eins og greiðslukvittun eða nótu við kortafærslur, setja inn skýringu og velja bókunarlykil sem stemmir við bókhald fyrirtækisins.

Innheimtukröfur
Stofna stakar kröfur, stofna kröfur út frá reglum, eyða kröfum og fylgjast með kröfusafni.

Færsluhirðing
Hægt að fylgjast með stöðu færsluhirðingarinnar í appinu.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.