Hjá viðskiptavinum Landsbankans hefur ISO20022-staðallinn bein áhrif á erlendar greiðslur og yfirlit bankareikninga. Sýnilegar breytingar eru einkum þær að fyrirtæki fá .camt53-skeyti í stað MT940 og munu þurfa að senda .pain001 í stað MT101 þar sem aðeins ein færsla er send í einu.
Breytingarnar munu verða til þess að viðskiptavinir sem nota eingöngu netbanka, app og vefþjónustur Landsbankans munu í fyllingu tímans sjá innihaldsríkari greiðsluupplýsingar, greiðslukvittanir og reikningsyfirlit. Tilvísanir lengjast, greiðslusvæðum fjölgar og greiðslur berast hraðar.Viðskiptavinir sem sjálfir tengjast SWIFT-gáttinni og eiga í beinum samskiptum þar án aðkomu banka, eru hvattir til að gera viðhlítandi breytingar í eigin kerfum til að fullnýta ávinnininginn af ISO-væðingunni.