Fréttir
Fimmtán atriði fengu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Hinsegin dagar hófust þriðjudaginn 8. ágúst og munu ná hámarki með Gleðigöngunni laugardaginn 12. ágúst. Landsbankinn hefur verið stoltur styrktaraðili Hinsegin daga frá upphafi og óskar öllum til hamingju með hátíðina.
21. júlí 2023
Fimmtán atriði hlutu í ár styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans. Metáhugi var í ár, en alls sóttu umsækjendur um samtals 5.145.770 kr. í pottinn, en úthlutunarupphæð hvers árs er 1.500.000 kr. Umsækjendur hlutu styrki á bilinu 50.000-200.000 kr.
Styrkþegar ársins 2023 eru:
- Bangsafélagið // Bears of Iceland
- BDSM á Íslandi
- Félag ása og eikynhneigðra á Íslandi
- Heiður // Hinsegin félag Tækniskólans
- Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ’78 og Tjarnarinnar
- Hinsegin kórinn
- HIV Ísland
- Q – félag hinsegin stúdenta og Skjaldborgin
- Samtökin ‘78
- Skátarnir
- Starína, lestur er fyrir alla!
- Together we stand/Sameinuð stöndum við
- Trans Ísland
- Vera // hinsegin félag kvenna og kvára
Ljósmynd/Hinsegin dagar í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þú gætir einnig haft áhuga á
3. ágúst 2022
Vilhjálmur Ingi Vilhjálms á sér hliðarsjálf sem dragdrottningin Lady Zadude en hún hlaut titilinn dragdrottning Íslands fyrr í sumar. Lady Zadude hlaut þar styrk í verðlaun til að koma fram á Hinsegin dögum en hlaut jafnframt styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans til að þróa og sýna atriði sitt í Gleðigöngunni.
3. ágúst 2021
Í samstarfi við Samtökin´78 og Landsbankann hefur listafólkið Anna Maggý Grímsdóttir, Ásgeir Skúlason og Helga Páley Friðþjófsdóttir, unnið þrjú prentverk tileinkuð Hinsegin dögum.
2. ágúst 2019
„Það er frábært að Hinsegin dagar séu orðnir fjölskylduhátíð“ segir Álfrún Perla Baldursdóttir sem á tvo pabba og er þátttaka í Gleðigöngunni ómissandi fjölskylduhefð hjá þeim. Í ár mun Roald Viðar Eysteinsson leggja drög að nýrri fjölskylduhefð með eiginmanni sínum og ársgamalli dóttur þeirra.
8. ágúst 2018
„Fyrir nokkrum árum flutti ég heim frá landi þar sem samkynhneigð var glæpur þar til mjög nýlega. Að koma heim og taka í fyrsta skipti þátt í gleðigöngunni sem fullorðin manneskja var ómetanlegt,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78.
8. ágúst 2017
Meðlimir Drag-Súgs dönsuðu og sungu undir glæsilegum blöðruregnboga í Gleðigöngunni. Sjáðu litadýrðina og viðtölin frá Gleðigöngunni.