Sterk auðkenning við staðfestingu á millifærslum í netbanka
Nú er beðið um sterka auðkenningu við staðfestingu á innlendum millifærslum af reikningum í netbanka einstaklinga. Áður var beðið um leyninúmer.
Breytingarnar eru liður í að auka öryggi við staðfestingu á greiðslum. Sterk auðkenning í netbankanum er framkvæmd með rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu.
Breytingarnar eru víðtækar og því innleiddar í áföngum. Þær hafa þegar tekið gildi við innborgun á kort og innlendar millifærslur. Aðrar greiðslutegundir fylgja svo í kjölfarið, svo sem greiðsla á reikningum og erlendar greiðslur. Síðar verða samskonar breytingar gerðar í appinu og netbanka fyrirtækja.
Nánar er fjallað um þessar breytingar í grein á Umræðunni.