Upplýsingar fyrir Grindvíkinga

Fjölskylda við morgunverðarborð

Við finn­um lausn­ir fyr­ir þig

Við erum til stað­ar til að fara yfir fjár­mál­in með Grind­vík­ing­um á þess­um óvissu­tím­um.

Úrræði og ráðgjöf

Við fellum niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í sex mánuði og bjóðum greiðsluskjól vegna íbúðalána í sex mánuði. Þannig viljum við koma til móts við Grindvíkinga sem standa frammi fyrir mikilli óvissu varðandi tekjur, útgjöld, húsnæði og afdrif eigna sinna. Við hvetjum þig til að hafa samband ef þú vilt fara yfir fjármálin.

Grindavík

Engir vextir eða verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í sex mánuði

Fyrra niðurfellingartímabilið átti við 1. nóvember 2023 til 31. janúar 2024. Öðru þriggja mánaða tímabili hefur verið bætt við, frá 1. febrúar til 30. apríl. Niðurfellingin takmarkast við vexti og verðbætur af heildarlánum að hámarki 50 milljónir króna. Ef lántaki er með hærra lán eða samanlögð íbúðalán yfir 50 milljónum króna miðast niðurfellingin við að hámarki vaxta og verðbóta af 50 milljón króna láni.

Við þurfum samþykki fyrir niðurfellingu vaxta og verðbóta fyrir hvort tímabilið fyrir sig. Það er gert með viðauka við íbúðalánið sem þarf að undirrita með rafræni undirritun. Hægt er að nálgast viðaukann í appi Landsbankans undir „Skjöl“ og „Undirritanir“.

Mæðgin

Greiðsluskjól veitir svigrúm

Allir viðskiptavinir í Grindavík geta frestað greiðslum af íbúðalánum sínum hjá Landsbankanum í sex mánuði og farið þannig í greiðsluskjól. Þessari leið er ætlað að veita fjárhagslegt svigrúm. Í greiðsluskjólinu greiðir þú engar afborganir, vexti eða verðbætur af íbúðaláninu.  

Vöxtum sem er frestað er bætt við höfuðstól lánsins tólf mánuðum eftir að greiðsluskjól hefst. Vaxtagreiðslur sem frestast bera ekki vexti fyrr en að 12 mánuðum liðnum. Lánstíminn lengist um þann tíma sem greiðsluskjólið varir.  

Þótt þú veljir að fara í greiðsluskjól núna eða seinna útilokar það ekki aðrar leiðir eða aðstoð frá bankanum í framtíðinni.  

Einfalt að ljúka málinu í appinu

Óskir þú eftir greiðsluskjóli höfum við einfaldað leiðina eins og hægt er. Í langflestum tilvikum er hægt að klára málið í appinu.  

1
Þú velur „Skjöl“ í appinu og velur þar „Undirritanir“. 
2
Þar er skjal sem allir greiðendur lánsins þurfa að undirrita með rafrænum skilríkjum. 
3
Við sjáum um afganginn og enginn kostnaður er við skjalagerð eða þinglýsingu. 
Mæðgin

Hugum að fjármálunum

Atburðir sem þessir valda mikilli óvissu í fjármálum einstaklinga og fyrirtækja. Við bjóðum ýmsar lausnir og hvetjum alla til að hafa samband við okkur til að fara yfir fjármálin. Best er að panta tíma í ráðgjöf hér á vefnum.

Við tökum vel á móti Grindvíkingum hvort sem er í útibúum sem eru um allt land, í síma eða á fjarfundum.

Algengar spurningar

Fjölskylda

Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?

Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Fjölskylda úti í náttúru
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur