Greiðsluþjónusta

Ein­föld­um mán­aða­mót­in

Með greiðslu­þjón­ustu eru út­gjöld þín skuld­færð sjálf­krafa af reikn­ingi þín­um. Þú vel­ur hvaða út­gjöld þú vilt hafa í greiðslu­þjón­ustu og við sjá­um um að greiða reikn­ing­ana fyr­ir þig á rétt­um tíma.

Nýttu kosti greiðsluþjónustu

Þú færð góða yfirsýn yfir fjármálin
Reikningar eru alltaf greiddir á réttum tíma
Þægileg leið til að spara tíma og jafna útgjöldin yfir allt árið
Hægt að fylgjast með áætluninni í netbankanum
Fjölskylda úti í náttúru um vetur

Hvernig sæki ég um greiðsluþjónustu?

Þú pantar tíma og við förum yfir þá útgjaldaliði sem þú vilt hafa í greiðsluþjónustu. Við finnum saman út hvaða fjárhæð er hæfileg á mánuði til þess að jafna útgjöldin yfir allt árið.

Við förum yfir greiðsluáætlunina með þér á hverju ári. Það er alltaf hægt að breyta áætluninni og bæta við hana ef aðstæður breytast.

Algengar spurningar

Gætu beingreiðslur hentað þér?

Enginn kostnaður við að setja reikninga í beingreiðslu
Reikningar eru skuldfærðir á eindaga
Móðir með börn við bíl

Beingreiðslur í netbankanum

Beingreiðslur eru þægileg leið til að greiða föst útgjöld, t.d. áskriftar- og afnotagjöld, fjölmiðla-, orku- og símareikninga, tryggingariðgjöld og endurnýjun happdrættismiða.

Þú getur skráð reikningana þína í beingreiðslu í netbankanum undir ógreiddir reikningar.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur