Já, þú greiðir fast árgjald fyrir greiðsluþjónustu auk vaxta á yfirdráttarheimild þegar við á.
Greiðsluþjónusta
Einföldum mánaðamótin
Með greiðsluþjónustu eru útgjöld þín skuldfærð sjálfkrafa af reikningi þínum. Þú velur hvaða útgjöld þú vilt hafa í greiðsluþjónustu og við sjáum um að greiða reikningana fyrir þig á réttum tíma.
Nýttu kosti greiðsluþjónustu
Hvernig sæki ég um greiðsluþjónustu?
Þú pantar tíma og við förum yfir þá útgjaldaliði sem þú vilt hafa í greiðsluþjónustu. Við finnum saman út hvaða fjárhæð er hæfileg á mánuði til þess að jafna útgjöldin yfir allt árið.
Við förum yfir greiðsluáætlunina með þér á hverju ári. Það er alltaf hægt að breyta áætluninni og bæta við hana ef aðstæður breytast.
Algengar spurningar
Gætu beingreiðslur hentað þér?
Beingreiðslur í netbankanum
Beingreiðslur eru þægileg leið til að greiða föst útgjöld, t.d. áskriftar- og afnotagjöld, fjölmiðla-, orku- og símareikninga, tryggingariðgjöld og endurnýjun happdrættismiða.
Þú getur skráð reikningana þína í beingreiðslu í netbankanum undir ógreiddir reikningar.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.