LEI-kóði

LEI-kóði lögaðila

LEI-kóði (e. legal entity identifier) er alþjóðlegur 20 stafa kóði til auðkenningar lögaðila.

Hverjir þurfa að afla sér LEI-kóða?

Lögaðilar sem eiga viðskipti með fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á markaði, eða viðskipti með afleiður þurfa að afla sér LEI-kóða og upplýsa Landsbankann um hann. Viðskiptavinir sem ætla eingöngu að eiga viðskipti með verðbréfa- og fjárfestingarsjóði, s.s. með sjóði Landsbréfa, þurfa ekki  LEI-kóða. Fjármálafyrirtæki styðjast við LEI-kóða í skýrslugjöf til eftirlitsaðila vegna viðskipta með fjármálagerninga.

Hvernig fær lögaðili LEI-kóða?

Lögaðilar þurfa að sækja sérstaklega um LEI-kóða hjá viðurkenndum útgefendum erlendis og viðhalda honum árlega. Leita má að skráðum LEI-kóðum og gildistíma þeirra í leitarvél á heimasíðu GLEIF (e. Global Legal Entity Identifier Foundation). Viðurkenndir útgefendur LEI-kóða innheimta gjöld vegna útgáfu þeirra. Hér að neðan má sjá nokkra aðila sem eru meðal útgefenda kóðanna.

Hvernig upplýsi ég Landsbankann um LEI-kóða?

Senda má upplýsingar um LEI-kóða lögaðila í tölvupósti á netfangið lei@landsbankinn.is og tilgreina þar einnig nafn lögaðila og íslenska kennitölu.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur