Fjártækni

Taktu þátt í opnu banka­kerfi

Ertu með hug­mynd að nýrri banka­þjón­ustu? Nýttu þér API-þjón­ust­ur okk­ar til að búa til sér­sniðn­ar fjár­tækni­lausn­ir.

Sandkassi fyrir PSD2

Við höfum opnað þróunarsvæði – svokallaðan sandkassa – fyrir fjártæknifyrirtæki til að undirbúa lausnir. Frá 1. maí 2022 munu fleiri aðilar en aðeins bankar geta boðið einstaklingum og fyrirtækjum upp á helstu greiðsluaðgerðir og yfirlit bankareikninga. Þetta er þjónusta sem hérlendis hefur hingað til aðeins verið veitt í netbönkum og bankaöppum. Nýjungin er sprottin af reglugerð sem nefnist PSD2.

Sýndaraðgangur til að undirbúa lausnir

Í sandkassanum eru engin raunveruleg gögn um viðskiptavini en þar er búið að stilla upp sýndaraðgangi að tilteknum kerfum bankans. Fjártæknifyrirtæki og önnur fyrirtæki eða aðilar í þessum geira geta notað sandkassann til að kynna sér hvernig ýmsar aðgerðir bankans virka.

Í sandkassanum er hægt að prófa að sækja reikningsupplýsingar og færsluyfirlit, prófa innlendar og erlendar millifærslur og margt fleira. Með aðgangi að þessum gögnum er hægt að forrita lausnir sem „tala við“ kerfi bankans.

PSD2 er hluti af opnu bankakerfi

Hugtakið „opið bankakerfi“ vísar til þeirra API-þjónusta sem bankar bjóða viðskiptavinum og þriðju aðilum að nota. Bankar hafa val um að bjóða sumar þjónusturnar en aðrar eru lögboðnar eða reglugerðartengdar. PSD2-þjónusturnar eru einmitt lögboðnar.

Markaðstorg fyrir framsækna bankaþjónustu

Á markaðstorginu er að finna fleiri API-þjónustur sem bankinn býður upp á. Markmið okkar er að styðja myndarlega við ábyrga nýsköpun í landinu og koma til móts við fyrirtæki á fjártæknimarkaði sem móta framtíð bankaþjónustu, viðskiptavinum í hag.

Öryggi, stjórn og gagnsæi

Nýsköpun í bankaþjónustu er sannarlega til þess fallin að veita ávinning víða í samfélaginu. API-tæknin veitir fjölda spennandi tækifæra en krefst þess enn fremur að þjónustan sé veitt á ábyrgan hátt. Þess vegna leggjum við áherslu á þrjár meginreglur um aðgengi og miðlun upplýsinga í fjártækni.

Öryggi
Í fjártæknilausnum okkar nýtur þú fyllsta öryggis og verndar eins og í hefðbundnum bankaviðskiptum. Við hönnum lausnir okkar með öryggi og persónuvernd í huga og beitum öflugu öryggiskerfi við rauntímaeftirlit.
Stjórnun
Þú hefur fulla stjórn á tengingu við app frá þriðja aðila og beitir sterkri auðkenningu við innskráningu og staðfestingu aðgerða.
Gagnsæi
Þú hefur fulla stjórn á því hvaða upplýsingar og réttindi fyrirtæki eða app fær sem stýrir því hvaða aðgerðir er hægt að framkvæma.

Hvert stefnir bankaheimurinn?

Framtíð fjártækni er björt í opnu bankakerfi. Með samstarfi banka og fyrirtækja getur fjármálaþjónusta orðið fjölbreyttari og aðgengilegri.

Fjármálaþjónusta á tímamótum

Í ársbyrjun tók gildi í Evrópusambandinu ný tilskipun um greiðsluþjónustu sem er talin fela í sér miklar breytingar á umhverfi bankastarfsemi og því hvernig fólk og fyrirtæki geta framkvæmt bankaviðskipti.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur