Fjármögnun og uppbygging innviða
Hvernig komum við hreyfingu á hlutina?
Morgunfundur fimmtudaginn 13. mars í Norðurljósasal Hörpu um fjármögnun og uppbyggingu innviða.
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála. Fundurinn hefst kl. 8.30 og lýkur um kl. 10.
Húsið opnar kl. 8 með léttum morgunverði.
Dagskrá
- Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn og ræðir möguleika á samvinnu einkaaðila og opinberra aðila við mikilvægar innviðaframkvæmdir.
- Teitur Samuelsen, forstjóri Austureyjar- og Sandeyjargangnanna og fyrirhugaðra Suðureyjaganga í Færeyjum, mun fjalla fjalla um undirbúning, framkvæmd og fjármögnun þessara miklu innviða.
- Kashif Khan hjá Metlife Investment Management í Bretlandi mun ræða um fjármögnun á innviðaframkvæmdum en Metlife er mjög umfangsmikið á þessu sviði.
- Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins mun fjalla um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi.
Að þessu loknu taka við pallborðsumræður sem verða auglýstar nánar síðar.
Við reiknum með að Lilju og Ingólf þurfi lítt að kynna en kynnum hér erlenda gesti okkar til leiks.
Félagið sem Teitur stýrir rekur Austureyjar- og Sandeyjargöngin sem eru tvö 11 km löng jarðgöng á milli Austureyjar og Sandeyjar í Færeyjum. Gangnagerðin hófst árið 2016 og lauk árið 2023. Verkefnið var fjármagnað annars vegar með eiginfé að fjárhæð 53 milljónir evra og hins vegar með láni að fjárhæð 360 milljónir evra.
Kashif Kahn er forstöðumaður í almennum útlánum hjá MetLife Investment Management, þar sem hann ber ábyrgð á þróun og framkvæmd nýrra viðskipta, auk umsjónar með núverandi fjárfestingum. Kashif gekk til liðs við MetLife árið 2015 og hefur yfir 14 ára reynslu af ráðgjöf og fjárfestingum í innviðalánveitingum.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.