Fjármálamót: Hvernig byrja ég að fjárfesta?
Hvernig byrja ég að fjárfesta?
Fræðsla um fyrstu skrefin í fjárfestingu og sparnaði í Akóges salnum, Hilmisgötu 15, Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 9. apríl kl. 17.00.
Fjármálamót þar sem við förum yfir grundvallaratriði í fjárfestingum og hvað ber að hafa í huga í breytilegu umhverfi. Við ætlum að fara yfir eignadreifingu, úrval sjóða, hlutabréfamarkaðinn og fleira, allt sem þú þarft að vita til að byrja að byggja upp þitt eigið eignasafn til framtíðar.
Dagskrá
- Jóhanna M. Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans: Grunnurinn að fjárfestingum – hvar er best að byrja?
- Guðný Erla Guðnadóttir, forstöðumaður hjá Landsbréfum: Eignadreifing í fjárfestingu og úrval sjóða – hvers vegna dreift eignasafn?
Að erindunum loknum gefst gestum tækifæri til að spyrja spurninga og fá góð ráð hjá sérfræðingum bankans.
Fundurinn stendur í um eina klukkustund og verður boðið upp á léttar veitingar.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.