Eignir til sölu
Eignir til sölu
Við höfum skýra stefnu um sölu eigna. Markmið hennar er að tryggja vandaða stjórnarhætti um sölu eigna og takmarka þá rekstraráhættu og orðsporsáhættu sem slík sala getur falið í sér.
Stefna um sölu eigna
Í stefnu um sölu eigna er m.a. kveðið á um að meginreglan sé að söluferli sé opið. Frávik frá þeirri meginreglu verður að vera rökstutt, skráð og er háð samþykki bankaráðs. Fasteignir eru skráðar hjá fasteignasölum um leið og þær eru tilbúnar til sölumeðferðar. Íbúðarhúsnæði er skráð beint hjá fasteignasölum og er því ekki birt sérstaklega á vef bankans.
Eignarhlutir í óskráðum félögum
Ámundakinn ehf.
- Félagið stundar útleigu fasteigna og er þátttakandi í rekstri fyrirtækja á starfssvæði sínu.
- Eignarhluti: 9,06% í eigu Hamla fyrirtækja ehf.
- Aðrir eigendur: Byggðastofnun (22,9%), Blönduósbær (11,1%), Sölufélag A- Húnvetninga (8,7%), Húnavatnshreppur (8%).
- Eignir: Fjöldi fasteigna þar á meðal á Blönduósi: Húnabraut 4, Norðurlandsvegur 4, Hjúkabyggð 34b, Húnabraut 33 auk fjölda annarra fasteigna á Blönduósi, Hvammstanga og Sveitarfélaginu Skagafirði. Félagið á hluti í Trésmiðjunni Stíganda ehf., Hæðinni á Höfðabraut ehf., Vilko ehf o.fl.
- Forkaupsréttur.
Eignarhaldsfélag Suðurnesja
- Fjárfestinga- og nýsköpunarfélag í Reykjanesbæ.
- Eignarhluti: 2,0% í eigu Hamla fyrirtækja ehf.
- Aðrir eigendur: Ríkissjóður (48,1%), Byggðastofnun (19,9%), Reykjanesbær (15,0%) o.fl.
Eyrir Invest hf.
- Fjárfestingafélag.
- Eignarhluti: 14,1% útgefins hlutafjár í eigu Landsbankans hf.
- Helstu eignir: 24,7% eignarhluti í Marel hf. og 46,5% eignarhlutur í Eyri Sprotum slhf.
Fasteignafél. Sunnubraut 4 ehf.
- Fasteignafélag um skrifstofu- og verslunarhúsnæði að Sunnubraut 4, Garði. Fasteignin er í útleigu.
- Eignarhluti: 32,88% í eigu Hamla fyrirtækja ehf.
- Aðrir eigendur: Sveitafélagið Garður 34,25% og Samkaup hf. 32,88%.
- Forkaupsréttur.
Grundarstræti ehf.
- Fasteignafélag um fasteignina Grundarstræti 1-7, Súðavík. Fasteignin skiptist í fimm eignarhluta sem allir eru í útleigu.
- Eignarhluti: 21,28% í eigu Hamla fyrirtækja.
- Aðrir eigendur: Súðavíkurhreppur 78,72%.
Hvetjandi eignarhaldsfélag ehf.
- Atvinnuþróunarfélag og frumkvöðlasjóður Ísafirði sem hefur það hlutverk að stuðla að og styðja við atvinnusköpun á svæðinu.
- Eignarhluti: 14,0%, í eigu Landsbankans hf. 9,8%, í eigu Hamla fyrirtækja ehf. 4,2%.
- Aðrir eigendur: Byggðastofnun (43,1%), Ísafjarðarbær (18,5%), Vestinvest (16,6%) o.fl.
- Forkaupsréttur.
Hæðin á Höfðabraut
- Fasteignafélag um rekstur á hluta Höfðabrautar 6, Hvammstanga.
- Eignarhluti: 6,26% í eigu Hamla fyrirtækja ehf.
- Aðrir eigendur: Fasteignafélagið Borg ehf. (25,6%), Byggðastofnun (12,3%), Bjarni Þór Einarsson/Ráðbarður sf. (10,6%).
- Eignir: Höfðabraut 6, alls 438 fermetrar.
- Forkaupsréttur.
Keahótel ehf
- Hótelrekstur 10 hótela: Hótel Borg, Apótek hótel, Reykjavík Lights, Sand hótel, Skuggi hótel, Strorm hótel, Hótel Katla, Hótel Kea, Sigló hótel og Hótel Grímsborgir.
- Eignarhluti: 35% í eigu Hamla fyrirtækja ehf.
- Aðrir eigendur: Prime Hotels ehf 65%.
- Upplýsingar um eignarhlut til sölu
Seljalax ehf.
- Eignarhluti: 0,7% í eigu Landsbankans hf.
- Aðrir eigendur: Norðurþing (26,1%), Búnaðarfélag Keldhverfinga (12,4%), Búnaðarfélag Öxfirðinga (11,6%).
- Helstu eignir: Handbært fé ásamt eignarhlutum í óskráðum félögum.
- Forkaupsréttur.
Sparisjóður Suður-Þingeyinga
- Sparisjóður með afgreiðslustöðum á Húsavík, Laugum og Mývatni.
- Eignarhluti: 1,7% í eigu Landsbankans hf.
- Aðrir eigendur stofnfjár, enginn eigandi á yfir 2,5% hlut.
Tækifæri hf.
- Tækifæri hf. er fjárfestingafélag sem fjárfestir í nýsköpun á Norðurlandi.
- Eignarhluti: 0,81%, í eigu Landsbankans hf. 0,67%, í eigu Hamla fyrirtækja 0,14%.
- Aðrir eigendur: Kea svf. (72%), Stapi lífeyrissjóður (15%), Íslensk verðbréf hf. (9,2%), Aðrir (3%).
- Helstu eignir: Baðfélag Mývatnssveitar hf. (41%), N4 ehf. (58%), Appia ehf. (33%), Sjóböð ehf. (25%) ofl.
- Forkaupsréttur.
Vesturferðir ehf.
- Vesturferðir ehf. er ferðaskipuleggjandi og ferðaskrifstofa Vestfjarða.
- Eignarhluti: 8,57% í eigu Hamla fyrirtækja ehf.
- Aðrir eigendur: Ferðamálasamtök Vestfjarða (24,52%), Hvetjandi (9,8%), Flugfélag Íslands (4,08%), fjöldi eigenda 59.
- Forkaupsréttur.
Fyrirspurnir
Vinsamlegast sendið fyrirspurnir í netfangið eignarhlutir@landsbankinn.is.
- Landsbankinn kann að vera lánveitandi þessara félaga.
- Áskilinn er réttur til að meta fjárfestingargetu tilboðsgjafa.
- Seljandi áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.
Byggingarlóðir
Grímsnes, Borgarbyggð, Skorradalur o.fl.
Fjölmargar sumarhúsalóðir um allt land, m.a. í Grímsnesi, Borgarbyggð, Skorradal og Rangárþingi.
Lóðirnar eru af öllum gerðum og stærðum.
Áhugasömum er bent á að setja sig í samband við löggiltar fasteignasölur á viðkomandi svæðum til að afla sér frekari upplýsinga.
Tegund:
- Sumarhúsalóðir
Indriðastaðahlíð - 311 Skorradalshreppur
Sumarhúsalóðir í Indriðastaðahlíð í landi Indriðastaða, Skorradalshreppi. Fjöldi lóða á stærðarbilinu 3.000 til 8.000 fm.
Tegund:
- Sumarhúsalóðir
Í sölumeðferð hjá:
- Fasteignamiðstöðin
- Fasteignasalan Hákot
Búrfell, svæði 1 - 801 Grímsnes- og Grafningshreppur
Sumarhúsalóðir í Landi Búrfells í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tvær lóðir við Lækjarbakka.
Tegund:
- Sumarhúsalóðir
Í sölumeðferð hjá:
- Árborgir
- Lögmenn Suðurlandi
Í landi Hæðarenda - 801 Grímsnes- og Grafningshreppur
Sumarhúsalóðir í Kerhrauni í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fjöldi lóða við Kvíarholt og Selholt. Stærðir 5.000 til 9.000 fm.
Tegund:
- Sumarhúsalóðir
Í sölumeðferð hjá:
- Árborgir
- Lögmenn Suðurlandi
Fyrirspurnir
Nánari upplýsingar um byggingarlóðir veita fasteignasölur.