Bandarísk skattamál

Banda­rísk skatta­mál

Ísland og Bandaríkin hafa gert samning um upplýsingaskipti vegna skattamála. Landsbankanum ber í ákveðnum tilfellum að afla frá viðskiptavinum sínum útfyllt W-eyðublöð, útgefin af bandarískum skattyfirvöldum.

Hvaða viðskiptavinir þurfa að skila inn W-eyðublöðum?

Þeir sem eru með með tekjur frá Bandaríkunum, svo sem arð af hlutabréfum, vexti og/eða afborgun af skuldabréfum.
Þeir sem eru fæddir í Bandaríkjunum, með bandarískan ríkisborgararétt eða lögheimili/aðsetur í Bandaríkjunum.
Lögaðilar þar sem einhver af raunverulegum eigendum er bandarískur, þ.e. með bandarískan ríkisborgararétt, fæddur í Bandaríkjunum og/eða hefur lögheimili/aðsetur í Bandaríkjunum.

Finna rétta eyðublaðið

Mismunandi W-eyðublöð eiga við eftir því hvort þú ert að fylla þau út sem einstaklingur eða lögaðili, og hvort þú eða lögaðilinn ert bandarískur aðili eða ekki.

Hvernig á ég að skila?

Þú fyllir út viðeigandi W-eyðublað, undirritar og sendir okkur það í tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Fjölskylda
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur