Mun verð­bólga húrr­ast nið­ur næstu mán­uði? 

Við spáum því að verðbólga lækki nokkuð hratt allra næstu mánuði og í nýlegri verðbólguspá gerum við ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar, sem er talsverð hjöðnun frá núverandi gildum. Það er því ágætt að staldra við og skoða hvaða þættir munu skýra lækkunina, gangi spá okkar eftir. 
Paprika
19. nóvember 2024

Verðbólga er breyting á verðlagi á 12 mánaða grunni og breytingar á verðbólgu á milli mánaða segja okkur jafn mikið um það sem er að gerast núna og um það sem var að gerast fyrir 12 mánuðum. Þegar við spáum fyrir um verðbólguþróun skiptir því ekki síður máli að skoða hvað var að gerast fyrir ári síðan.  

Stórir hækkunarmánuðir að detta út 

Á næstu mánuðum detta stórir hækkunarmánuðir úr 12 mánaða taktinum og því eru góðar horfur á að verðbólga lækki. Þá getur þróun stakra undirliða einnig skipt töluverðu máli og við teljum að á næstu mánuðum muni þróun á reiknaðri húsaleigu hafa langmest áhrif til þeirrar lækkunar sem við spáum á ársverðbólgu.

Reiknuð húsaleiga hefur langmest áhrif á lækkun verðbólgu næstu mánuði 

Fyrir ári síðan mátti rekja hækkun verðbólgunnar til mikillar hækkunar á húsnæðisliðnum og þá aðallega hækkunar á reiknaðri húsaleigu, sem endurspeglar húsnæðiskostnað húsnæðiseigenda. Hagstofan hefur nú breytt aðferðafræðinni við mælingar á reiknaðri húsaleigu. Í stað þess að reikna kostnaðinn út frá íbúðaverði og vöxtum metur Hagstofan nú húsnæðiskostnað út frá leiguverði á sambærilegum íbúðum. Sú aðferð var tekin upp í júní og hafa mælingar hingað til virst vera stöðugri en með gömlu aðferðinni, þó lítil hækkun í október hafi aðeins komið á óvart.  

Stór hluti leigusamninga er tengdur vísitölu neysluverðs, líklega flestir með tveggja mánaða töf, og því ætti nýleg þróun vísitölu neysluverðs að hafa áhrif á mánaðarbreytingar á reiknaðri húsaleigu. Nú í október hækkaði til að mynda reiknuð húsaleiga aðeins um 0,1%, sem er nokkuð nálægt mánaðarbreytingu vísitölu neysluverðs fyrir tveimur mánuðum. Hvort um beint orsakasamhengi sé að ræða er þó óljóst þar sem nýir samningar hafa einnig einhver áhrif. Leiguvísitala HMS mælir verð á nýjum samningum og það er útlit fyrir að hægt hafi á hækkunum þar, en leiguvísitalan hefur nú lækkað á milli mánaða síðustu tvo mánuði. Við teljum því að liðurinn fyrir reiknaða húsaleigu muni lækka á milli mánaða í nóvember, bæði vegna minni hækkana á leiguverði og áhrifa af vísitölutengingu í leigusamningum. Nánar má lesa um verðbólguspá nóvembermánaðar í nýjustu verðbólguspá okkar.

Verðbólga niður fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs í febrúar 

Við gerum ráð fyrir því að í febrúar mælist verðbólga 3,5% sem er undir efri mörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Ástæðan fyrir því að við spáum svo mikilli lækkun í febrúar (úr 4,1% í janúar) er meðal annars minni hækkun á reiknaðri húsaleigu, en einnig vegna þess að í febrúar í ár hækkaði vísitala neysluverðs óvenjumikið á milli mánaða. Það skýrist af tveimur þáttum: óvenjumiklum hækkunum á gjaldskrám sveitarfélaga og því hversu hratt útsölur gengu til baka. Gjaldskrárhækkanir í ár voru miklar, m.a. vegna aukins kostnaðar sveitarfélaga í tengslum við sorphirðu. Janúarútsölur á fötum, skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði gengu síðan nánast að öllu leyti til baka í febrúar síðastliðnum, en vanalega ganga þær til baka á tveimur mánuðum, eða í febrúar og mars. Við gerum ekki ráð fyrir því að þessi þættir endurtaki sig með sama hætti á næsta ári. 

Kílómetragjald á bensín- og díselbíla ekki samþykkt 

Þáttur sem hefur valdið verulegri óvissu í verðbólguspám undanfarið er áform stjórnvalda um að taka upp kílómetragjald um næstu áramót og enn fremur hvernig Hagstofan muni meðhöndla það í verðbólgumælingum. Upptaka gjaldsins á sér stað samhliða niðurfellingu bensín- og olíugjalda og þar með lægra verði á bensín- og díselolíu. Hagstofan hafði gefið út að kílómetragjaldið muni koma inn í verðmælingar, en nú er útlit fyrir að kílómetragjöld verði ekki tekin upp á bensín- og díselbíla, og bensíngjöld ekki felld niður um áramótin, heldur hækkuð um 2,5%. 

Verðbólga gæti aukist lítillega á seinni hluta ársins 

Þó við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki nokkuð skarpt fram í febrúar teljum við að það hægi aftur á hjöðnuninni mánuðina þar á eftir og að verðbólga aukist jafnvel lítillega á haustmánuðum 2025. Það skýrist af því að í ágúst og september á næsta ári detta einskiptisaðgerðir úr 12 mánaða taktinum sem höfðu töluverð áhrif til lækkunar þá mánuði í ár. Í ágúst voru skólagjöld í háskóla felld niður og í september voru máltíðir í grunnskólum gerðar gjaldfrjálsar. 

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
20. jan. 2025
Kortavelta landsmanna í sókn allt síðasta ár
Kortavelta landsmanna var alls 4,2% meiri á síðasta ári en árið 2023 og jókst milli ára alla mánuði ársins, miðað við fast verðlag og gengi. Telja má líklegt að Seðlabankinn fylgist vel með neyslustiginu í vaxtalækkunarferlinu og reyni að koma í veg fyrir að uppsafnaðar innistæður hrúgist út í neyslu. Neysla ferðamanna hér á landi mældist aðeins 1% meiri í fyrra en árið áður sé miðað við fast verðlag.
Pund, Dalur og Evra
17. jan. 2025
Krónan styrktist á síðasta ári
Krónan styrktist á móti evru en veiktist aðeins á móti Bandaríkjadal á árinu 2024. Árið var nokkuð rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem velta dróst saman og minna var um flökt.
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur