Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Fundurinn bar yfirskriftina Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna? Á fundinum fór Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, yfir nýútkomna hagspá og þá sérstaklega horfur hvað varðar verðbólgu, vexti og íbúðarverð.
Wentzel Steinarr R. Kamban, íbúðalánaráðgjafi, fór yfir stöðuna á íbúðalánamarkaði, mögulegar ástæður þess að fólk endurfjármagni, kjör og úrræði sem eru í boði og fleira.
Þá fór Elín Henriksen, sérfræðingur í viðskiptaþróun, yfir nýja lausn í appi Landsbankans þar sem hægt er að fara í gegnum endurfjármögnungarferli með einföldum og þægilegum hætti miðað við greiðslugetu hvers og eins.
Áhugi fundargesta á viðfangsefninu leyndi sér ekki og komu fram margar góðar spurningar til fyrirlesara. Við þökkum þátttakendum fyrir frábæra mætingu og líflegar umræður.