Fréttir

Við­burð­ir Hönn­un­ar­Mars í Lands­bank­an­um

Hönnunarmars
18. apríl 2024

Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.

Myndbönd af heimsóknum okkar til hönnuðanna munu birtast eitt af öðru á Youtube-rás bankans næstu daga. Það er gífurleg gróska og mikið um að vera í hönnunarsamfélaginu á Íslandi en Hönnunarmars er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.

Hér má sjá tvö af þeim myndböndum:

Fatahönnuðir framtíðarinnar (Young talents of Fashion Design)

Vel valdar flíkur frá hönnuðum verða til sýnis í Landsbankanum við Reykjastræti 6, þar sem gestum gefst tækifæri til að sjá og njóta handverks þeirra ásamt því að fá innsýn í vinnu þeirra og hvert fatahönnuðir framtíðarinnar stefna.

Þátttakendur:

  • Arason
  • Atli Geir Alfreðsson
  • Ása Bríet Brattaberg
  • Bosk
  • Karitas Spano
  • Tekla Sól
  • Thora Stefansdottir

Sýningin verður opin gestum og gangandi á almennum afgreiðslutíma bankans dagana 24. - 28. apríl.

Viðburður á Facebook

Hönnunarmars 2024

Sýningin lifnar við

Sýningin Fatahönnuðir framtíðarinnar lifnar við á laugardaginn í gjörningi og sýningu með fyrirsætum ásamt tónlistaratriði frá Gabríel Ólafs.

Um er að ræða samtal tísku, arkitektúrs, tónlistar og viðskipta í viðburði þar sem framúrstefnulegum hugmyndum og fatahönnun er fagnað.

Listrænn stjórnandi og framleiðandi: Anna Clausen.

Tímasetning: Laugardagurinn 27. apríl frá kl. 17:00 til 19:00.

Viðburður á Facebook

Fjárfestum í hönnun

- örerindi og pallborðsumræður um fjármagn

Hér sköpum við vettvang til að fjalla um tækifærin sem felast í að fjárfesta í hönnun og mikilvægi þess.

Hvers vegna á að fjárfesta í hönnun og hvaða leiðir hafa hönnuðir til að sækja sér fjármagn?

Reynslumiklir einstaklingar úr heimi hönnunar og fjárfestinga deila sinni sýn, svara spurningum og taka þátt í umræðu um þetta mikilvæga viðfangsefni.

Meðal þeirra sem koma fram eru:

  • Erik Rimmer, BO BEDRE, aðalritstjóri
  • Martta Louekari, JUNI, samskiptastjóri
  • Ragna Sara Jónsdóttir, FÓLK, stofnandi og listrænn stjórnandi
  • Sigga Heimis, hönnunarstjóri
  • Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, Krónan, verkefnastjóri sjálfbærnimála

Tímasetning: Föstudagurinn 26. apríl frá kl. 16.30-18:00.

Umræðurnar fara fram á ensku í Landsbankanum við Reykjastræti 6.

Sætaframboð er takmarkað og skráning nauðsynleg.

Viðburður á Facebook
Tryggðu þér sæti 

Aðrar sýningar í Reykjastræti 6

Að auki verða sex sýningar í ónotuðu verslunarrými í Reykjastræti 6, sem Landsbankinn leggur til. Sýningarnar verða opnar frá miðvikudeginum 24. apríl til sunnudagsins 28. apríl.

Hæ/Hi: Designing Friendship hópurinn, sem er samvinnuverkefni hönnuða og hönnunarteyma frá Íslandi og Seattle, tekur fyrir hluti og athafnir sem tengjast heimkomu og brottför, móttöku og kveðjustund á þriðju sýningu sinni, Hæ/Hi: Vol III | Welcome.

Þátttakendur voru spurðir hvernig hægt væri að bæta upplifunina við að koma inn á eða fara út af heimili þannig að það vekti með heimilisfólki og gestum notalegheit og ró og væri gert með vináttu og gestrisni að leiðarljósi.

Sýningin Merkileg er haldin í tengslum við vinnslu á bókinni Merki Íslands sem mun innihalda samansafn merkja sem hönnuð hafa verið á Íslandi. Við gerð bókarinnar kom fljótt í ljós að varðveisla og skráning á nöfnum hönnuða merkjanna var mjög ábótavant og eru því mörg merkin svo að segja munaðarlaus.

Á sýningunni verður því bæði reynt að varpa ljósi á mikilvægi og fjölbreytt hlutverk merkja en einnig verður leitast við að hafa uppi á hönnuðum munaðarlausu merkjanna og óskað eftir ábendingum almennings.

Þín skapandi gervigreind. Í verkinu eru styrkleikar og veikleikar gervigreindar í sköpunarferlinu rannsakaðir. Hvernig parast tæknin við mannlega eiginleika eins og upplifun á fegurð, virði og skilningi á fjölbreytilegu samhengi?

Innsýni fagnar upprennandi íslenskum fatahönnuðum með sýningaropnun á HönnunarMars þriðja árið í röð.

Hjá Innsýni er stuðningur við unga fatahönnuði hafður að leiðarljósi líkt og fyrri árin. Sýningin skapar vettvang sem gefur þessum upprennandi hönnuðum pláss til að koma sínum nýjustu fatalínum á framfæri til almennings og fréttamiðla.

Snúningur. Einkennisfatnaður Icelandair hefur flogið út um allan heim. Hann hefur þjónað hlutverk sínu í fjölda ára og boðið milljónir farþega velkomna um borð. Nú er upprunalegu hlutverki fatnaðarins lokið en við ætlum að taka snúning á honum og finna leið til að halda ferðalaginu áfram. 

Í verkefninu nýta vöruhönnuðirnir Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir hjá Stúdíó Fléttu ríkan heim efniviðar úr eldri fatnaðinum, allt frá hnöppum og höttum, pífum og sylgjum til klúta og kraga. Þær taka skapandi snúning á spurningunni – getur einkennisfatnaður orðið að tösku? 

Fley er samsýning upprennandi hönnuða sem haldin verður í fyrsta skiptið á HönnunarMars í ár. Verk sýningarinnar hafa verið valin úr umsóknum sem sendar voru inn í opið kall en Félag vöru- og iðnhönnuða stendur fyrir sýningunni. Þema sýningarinnar er upprennandi hönnuðir og stóð því opna kallið til boða fyrir hönnuði sem útskrifuðust úr hönnunarnámi árið 2020 eða síðar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur