Meiri­hluti úti­stand­andi íbúðalána nú verð­tryggð­ur

Hátt vaxtastig hefur breytt samsetningu íbúðalána til heimila. Meirihluti útistandandi íbúðalána heimila er nú verðtryggður, en heimili hafa frá byrjun síðasta árs í auknum mæli fært sig úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð. Hrein ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða hafa aukist frá miðju síðasta ári en drógust nú saman milli mánaða í desember.
Hús í Reykjavík
9. febrúar 2024

Frá miðju síðasta ári hafa ný hrein íbúðalán bankanna til heimila aukist lítillega. Aukningin er nánast að öllu leyti vegna aukinnar lántöku á verðtryggðum íbúðalánum, en hrein ný lántaka óverðtryggðra íbúðalána er neikvæð, sem þýðir að heimilin hafi frekar greitt upp óverðtryggð lán heldur en tekið ný. Háir vextir hækka afborganir af óverðtryggðum lánum töluvert meira en af verðtryggðum og fjöldi fólks sem gat tekið óverðtryggt lán fyrir tveimur árum getur það ekki í dag vegna hárra afborgana.

Hækkandi vaxtastig dró úr umsvifum á íbúðamarkaði og hrein ný lántaka dróst saman um 60% milli ára. Hrein ný útlán bankanna námu 4,6 mö.kr í desember, þar sem hrein ný verðtryggð lán námu 16,2 mö.kr en óverðtryggð lán voru greidd upp fyrir 11,6 ma.kr., að frádregnum þeim sem voru veitt.

Séu hrein ný íbúðalán lífeyrissjóða og banka tekin saman sést sama þróun. Frá apríl í fyrra hafa hrein ný óverðtryggð íbúðalán verið neikvæð, þar sem ný óverðtryggð lán eru veitt fyrir lægri upphæð en sem nemur uppgreiðslum slíkra lána. Ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða drógust nokkuð saman í desember síðastliðnum, en ný útlán að frádregnum uppgreiðslum námu 10,3 mö.kr. í desember en  20,2 mö.kr. í nóvember.

Meirihluti útistandandi íbúðalána verðtryggð

Í byrjun árs 2019 var hlutfall útistandandi íbúðalána á verðtryggðum vöxtum 77% á móti 23% hlutfalli óverðtryggðra lána. Með lækkandi stýrivöxtum jókst hlutfall óverðtryggðra lána og í ágúst 2021 var yfir helmingur útistandandi íbúðalána á óverðtryggðum vöxtum. Þá stóðu stýrivextir í 1,25% og höfðu þá hækkað frá lægstu stýrivöxtum frá upphafi, eða 0,75%, frá aprílmánuði þess árs. Hlutfall óverðtryggðra íbúðalána náði hámarki um mitt síðasta ár þegar þau voru 56% útistandandi lána. Eftir því sem stýrivextir hafa hækkað hefur verðtryggðum lánum fjölgað á kostnað óverðtryggðra. Stýrivextir voru síðast hækkaðir í ágúst og standa nú í 9,25%. Hlutfall verðtryggðra lána heldur áfram að hækka og frá því í október í fyrra hefur meirihluti útistandandi íbúðalána heimila verið verðtryggð.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Fólk við Geysi
7. maí 2024
Annað metár í ferðaþjónustu í uppsiglingu?
Síðasta ár var metár í íslenskri ferðaþjónustu á flesta mælikvarða, þó ekki hafi verið slegið met í fjölda ferðamanna. Hlutur ferðaþjónustunnar af landsframleiðslu var um 8,8% í fyrra og hefur aldrei verið stærri. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir að fjöldi ferðamanna í ár jafni metið frá 2018 og að verðmætin sem greinin skili af sér verði meiri en nokkru sinni fyrr.
6. maí 2024
Vikubyrjun 6. maí 2024
Álit markaðsaðila á taumhaldi peningastefnu hefur breyst verulega á síðustu mánuðum þrátt fyrir að stýrivextir hafa verið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. Skýrist það af að verðbólga hefur hjaðnað og hægst hefur á hagkerfinu.
3. maí 2024
Væntingar og verðbólguhorfur aftra vaxtalækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi teljum við horfur á að verðbólga verði föst í kringum 6% fram yfir sumarmánuðina. Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu.  
2. maí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. maí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fólk að ganga við Helgafell
29. apríl 2024
Vikubyrjun 29. apríl 2024
Hagvöxtur verður takmarkaður á næstu árum, samkvæmt nýrri hagspá til ársins 2026 sem við gáfum út í morgun. Við spáum 0,9% hagvexti í ár, 2,2% á næsta ári og loks 2,6% árið 2026.
Fólk að ganga við Helgafell
29. apríl 2024
Hagspá 2024-2026: Þrautseigt hagkerfi við háa vexti
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði afar lítill í ár þar sem háir vextir halda aftur af umsvifum í hagkerfinu. Verðbólga verði þrálát og vextir lækki ekki fyrr en í haust.
Flugvél
24. apríl 2024
Verðbólgan lækkaði í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,55% milli mánaða í apríl og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,8% í 6,0%. Í þetta sinn höfðu tveir undirliðir langmest áhrif á mælinguna, reiknuð húsaleiga og flugfargjöld til útlanda. Þessir tveir undirliðir skýra 95% af hækkun vísitölunnar milli mánaða. Við teljum að verðbólgan haldist í kringum 6% næstu þrjá mánuði.
Hús í Reykjavík
22. apríl 2024
Vikubyrjun 22. apríl 2024
Nafnverð íbúða hefur hækkað um 5,2% á síðustu 12 mánuðum, samkvæmt nýrri vísitölu íbúðaverðs,og raunverð íbúða er lítillega hærra en á sama tíma í fyrra.
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur