Frétta­bréf Hag­fræði­deild­ar 4. mars 2024

Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
4. mars 2024

Óhætt er að segja að mæling Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs í febrúar hafi valdið vonbrigðum. Vísitalan hækkaði um 1,33% á milli mánaða og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,7% í 6,6%. Við höfðum spáð 0,89% hækkun vísitölunnar á milli mánaða og að ársverðbólgan færi niður í 6,1%. Mestu munaði um að janúarútsölur á fötum og skóm virðast hafa klárast fyrr en venjulega, gjaldskrárhækkanir fyrir sorphirðu, holræsi og kalt vatn höfðu meiri áhrif til hækkunar en búist var við, matarkarfan hækkaði meira en búist var við og flugfargjöld til útlanda hækkuðu á milli mánaða, en við höfðum spáð lækkun. Við gerum samt sem áður áfram ráð fyrir að verðbólgan hjaðni næstu mánuði, en bara hægar. Nýjasta spá okkar gerir ráð fyrir að verðbólga mælist 6,7% í mars, 5,6% í apríl og 5,5% í maí. Spáin er 0,5-0,6 prósentustigum hærri en sú sem við birtum í verðkönnunarvikunni.

Peningastefnunefnd ákvað að halda vöxtum óbreyttum á fundi sínum í byrjun febrúar. Ákvörðunin var í samræmi við væntingar okkar og annarra greinenda. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru því áfram 9,25%. Einn nefndarmaður greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um óbreytta vexti og vildi lækka þá um 0,25 prósentustig. Næsta vaxtaákvörðun verður tilkynnt miðvikudaginn 20. mars. Við teljum ólíklegt að vaxtalækkunarferli hefjist í mars. Í fyrsta lagi hjaðnaði verðbólgan minna en vonast var til í febrúar, í öðru lagi ríkir enn mikil óvissa um niðurstöðu kjaraviðræðna og í þriðja lagi eru enn væntingar um of mikla verðbólgu á næstu mánuðum og árum.  Við birtum að vanda stýrivaxtaspá í vikunni fyrir vaxtaákvörðun.

Hagvöxtur mældist 0,6% á fjórða ársfjórðungi 2023 og 4,1% yfir árið í heild, samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti í mánuðinum. Fjórði ársfjórðungur kom í sjálfu sér lítið á óvart, en það kom meira á óvart hversu verulega Hagstofan endurskoðaði hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins, úr 4,2% í 5,3%. Hvorki endurskoðunin á fyrstu níu mánuðum ársins né talan fyrir 4. ársfjórðung breytti heildarmyndinni sem þegar lá fyrir. Árið byrjaði mjög sterkt en verulega dró úr vextinum eftir því sem leið á árið og var hver ársfjórðungur veikari en sá fyrri.

Hagstofan birti einnig vöru- og þjónustujöfnuð fyrir fjórða ársfjórðung í mánuðinum. Á fjórða ársfjórðungi var 49 ma.kr. halli af vöru- og þjónustujöfnuði, sem er mjög svipað og árið áður. Fyrir árið í heild var 2,2 ma.kr. halli á vöru- og þjónustuviðskiptum. Það stefnir í að afgangur af þáttatekjum í fyrra verði meiri en sem nemur þessum halla og því má gera ráð fyrir lítillegum afgangi af viðskiptum við útlönd árið 2023. Seðlabankinn birtir þáttatekjujöfnuðinn og þar með viðskiptajöfnuð í heild þriðjudaginn 5. mars..

Lesa fréttabréfið í heild:

Fréttabréf Hagfræðideildar 4. mars 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
6. maí 2024
Vikubyrjun 6. maí 2024
Álit markaðsaðila á taumhaldi peningastefnu hefur breyst verulega á síðustu mánuðum þrátt fyrir að stýrivextir hafa verið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra. Skýrist það af að verðbólga hefur hjaðnað og hægst hefur á hagkerfinu.
3. maí 2024
Væntingar og verðbólguhorfur aftra vaxtalækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi teljum við horfur á að verðbólga verði föst í kringum 6% fram yfir sumarmánuðina. Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu.  
2. maí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 2. maí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fólk að ganga við Helgafell
29. apríl 2024
Vikubyrjun 29. apríl 2024
Hagvöxtur verður takmarkaður á næstu árum, samkvæmt nýrri hagspá til ársins 2026 sem við gáfum út í morgun. Við spáum 0,9% hagvexti í ár, 2,2% á næsta ári og loks 2,6% árið 2026.
Fólk að ganga við Helgafell
29. apríl 2024
Hagspá 2024-2026: Þrautseigt hagkerfi við háa vexti
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði afar lítill í ár þar sem háir vextir halda aftur af umsvifum í hagkerfinu. Verðbólga verði þrálát og vextir lækki ekki fyrr en í haust.
Flugvél
24. apríl 2024
Verðbólgan lækkaði í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,55% milli mánaða í apríl og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,8% í 6,0%. Í þetta sinn höfðu tveir undirliðir langmest áhrif á mælinguna, reiknuð húsaleiga og flugfargjöld til útlanda. Þessir tveir undirliðir skýra 95% af hækkun vísitölunnar milli mánaða. Við teljum að verðbólgan haldist í kringum 6% næstu þrjá mánuði.
Hús í Reykjavík
22. apríl 2024
Vikubyrjun 22. apríl 2024
Nafnverð íbúða hefur hækkað um 5,2% á síðustu 12 mánuðum, samkvæmt nýrri vísitölu íbúðaverðs,og raunverð íbúða er lítillega hærra en á sama tíma í fyrra.
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur