Upplýsingar um útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka

Útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst kl. 8.30 þriðjudaginn 13. maí og gert er ráð fyrir að því ljúki kl. 17.00 fimmtudaginn 15. maí.
Til sölu er að lágmarki 20,0% af útistandandi hlutafé bankans. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur heimild, sem hluta af útboðinu, til að stækka útboðið og verði hún að fullu nýtt verða allir hlutir ríkisins í bankanum seldir, sem svarar til 45,2% af útistandandi hlutafé í bankanum.
Nánari upplýsingar um útboðið, áskriftarmöguleika og aðra tilhögun ásamt útboðsgögnum
Haldinn verður opinn kynningarfundur kl. 16.30, miðvikudaginn 14. maí 2025 á Hótel Reykjavík Grand. Fundurinn verður einnig í beinu streymi, sem er opið öllum án skráningar.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðsins verði birtar þann 15. maí 2025. Lokadagur greiðslu úthlutaðra hluta er ákveðinn 20. maí 2025.
Barclays Bank Ireland PLC, Citigroup Global Markets Europe AG og Kvika banki hf. eru sameiginlegir alþjóðlegir umsjónaraðilar og sameiginlegir söluaðilar útboðsins.
Landsbankinn er einn af söluráðgjöfum ríkisins við útboðið.
Samningur um verðbréfaviðskipti og vörslureikningur
Til að hægt sé að taka við hlutum sem keyptir eru í útboðinu þarf að eiga vörslureikning fyrir hlutabréf. Til að stofna vörslureikning þarf að gera samning um verðbréfaviðskipti. Það er hægt að gera í netbankanum eða Landsbankaappinu.
Nánari upplýsingar veitir Verðbréfa- og lífeyrisþjónusta Landsbankans í síma 410-4040 eða í gegnum tölvupóst, vl@landsbankinn.is.









