Apple Pay

Apple Pay

Með Apple Pay get­ur þú borg­að á ör­ugg­an hátt með sím­an­um. Skráðu kort­ið þitt í Apple Wal­let og byrj­aðu að borga snerti­laust.

  • Eng­in auka­gjöld
  • Fríð­indi og trygg­ing­ar haldast óbreytt
  • Út­tekt­ar­heim­ild er sú sama og á kort­inu þínu

Hvernig borga ég með Apple Pay?

FaceID
Þú smellir tvisvar á hliðartakkann, horfir á skjáinn og heldur síðan símanum upp að posanum.
TouchID
Þú heldur símanum upp að posanum með fingurinn á skannanum.
Apple Watch
Þú smellir tvisvar á hliðartakkann og heldur síðan úrinu upp að posanum.
Stúlkur með síma

Skráðu kortið með Landsbankaappinu

Opnaðu Landsbankaappið, finndu kortið þitt og veldu „Bæta korti í Apple Wallet“. Þá opnast Apple Wallet sjálfkrafa með öllum kortaupplýsingum. Þar klárar þú skráninguna á einfaldan og öruggan hátt.

1
Opnaðu Landsbankaappið
2
Farðu í valmyndina efst í hægra horninu og veldu „kort”
3
Finndu kortið og veldu „Bæta korti í Apple Wallet”
4
Skannaðu kortið með myndavélinni á símanum

Skráðu kortið í Apple Wallet

Þú getur líka skráð kortið þitt beint í gegnum Apple Wallet í iPhone, iPad, Apple Watch eða MacBook Pro með Touch ID.

iPhone
Opnaðu Wallet og veldu „+“ táknið efst í hægra horninu.
Apple Watch
Opnaðu Apple Watch appið í símanum, veldu „Wallet & Apple Pay“ og síðan „Add Credit or Debit Card“.
iPad
Farðu í Settings, veldu „Wallet & Apple Pay“ og síðan „Add Credit or Debit Card“.
MacBook Pro með Touch ID
Farðu í System Preferences, veldu „Wallet & Apple Pay“ og síðan „Add Card“.

Algengar spurningar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur