Vinnu­mark­að­ur­inn óðum að bragg­ast

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að um 215.400 manns hafi verið á vinnumarkaði í júlí 2021, sem jafngildir 81,5% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 206.600 starfandi, eða 78,2% af vinnuaflinu, og um 8.800 atvinnulausir og í atvinnuleit, eða um 4,1% af vinnuaflinu.
Kranar á byggingarsvæði
31. ágúst 2021 - Hagfræðideild

Starfandi fólki í júlí fjölgaði um 10.200 milli ára, en fækkaði eilítið frá síðasta mánuði en þá hafði starfandi fólk aldrei verið fleira í einum mánuði í vinnumarkaðsrannsókninni. Atvinnulausum fækkaði um 4.400 frá júlí í fyrra og atvinnuleysi hefur minnkað stöðugt síðustu mánuði. Hlutfall starfandi var

Í fyrra fór atvinnuþátttaka lægst niður í 73,4% í apríl og hafði ekki verið lægri áður í sögu  vinnumarkaðskönnunarinnar. Atvinnuþátttaka hefur aukist stöðugt á þessu ári og var 81,5 % nú í júlí sem er 1,3 prósentustigum meira en í júlí í fyrra.

Atvinnuleysi, samkvæmt mælingum Hagstofunnar, var 4,1% í júlí, sem er 2,2 prósentustigum lægra en á sama tíma í fyrra. Almennt atvinnuleysi skráð hjá Vinnumálastofnun var hins vegar 6,1% í júlí og hafði minnkað um 1,8 prósentustig milli ára.

Frá apríl til júlí í ár er áætlað að um helmingur afskráninga af atvinnuleysisskrá hafi verið vegna ráðningarstyrkja og að án þess stuðnings hefði atvinnuleysi verið um 2,5 prósentustigum meira í júlí.  Það skiptir því miklu að þau störf sem hafa orðið til með þessum hætti verði varanleg og að ekki komi bakslag í atvinnuleysi.

Samkvæmt könnun Hagstofunnar höfðu alls um 21.900 einstaklingar þörf fyrir atvinnu í júlí 2021. Sá fjöldi jafngildir 9,9% af vinnuafli og mögulegu vinnuafli. Af þessum hópi voru 40% atvinnulausir og 22% tilbúnir að vinna en ekki að leita að vinnu. 9% voru í vinnuleit en ekki tilbúnir að vinna og 29% voru starfandi en samtímis vinnulitlir og vildu vinna meira. Þessi tala Hagstofunnar, um 9,9% þörf fyrir atvinnu, er töluvert hærri en mæling Vinnumálastofnunar á heildaratvinnuleysi í júlí, sem var 6,1%. Samkvæmt þröngri skilgreiningu Hagstofunnar á atvinnuleysi var það hins vegar talið vera 4,1% í júlí.

Starfandi fólki í júlí fjölgaði um 5,2% miðað við sama mánuð í fyrra. Vinnutími styttist um 0,25% á sama tíma þannig að heildarvinnustundum fjölgaði um 4,9% milli ára. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem við sjáum fjölgun heildarvinnustunda milli ára, en þeim tók að fækka í upphafi ársins 2020 um svipað leyti og faraldurinn brast á.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Vinnumarkaðurinn óðum að braggast

Þú gætir einnig haft áhuga á
Rafbíll í hleðslu
20. ágúst 2024
Ný aðferð hefur skilað lægri verðbólgumælingum
Hagstofan hefur frá því í júní notað nýja aðferð við að mæla kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Hefði Hagstofan ekki breytt um aðferð væri verðbólgumælingin nú líklega hærri. Um næstu áramót áforma stjórnvöld að breyta innheimtu gjalda á ökutæki sem mun að líkindum einnig hafa áhrif til lækkunar á mældri verðbólgu.
19. ágúst 2024
Neysla heimila meiri en áður var talið 
Uppfærð gögn Seðlabankans gefa til kynna að kortavelta íslenskra heimila hafi verið þó nokkuð meiri á þessu ári en áður var talið. Heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára alla mánuði ársins og hefur verið 4% meiri að raunvirði það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra.
19. ágúst 2024
Vikubyrjun 19. ágúst 2024
Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi það sem af er ári er meiri en áður var talið, samkvæmt uppfærðum tölum sem Seðlabanki Íslands birti í síðustu viku. Í þessari viku ber hæst vaxtaákvörðun hjá Seðlabankanum á miðvikudag.
Kortagreiðsla
16. ágúst 2024
Kortavelta ferðamanna aldrei meiri – uppfærðar tölur gefa nýja mynd
Uppfærðar tölur um kortaveltu teikna upp töluvert aðra mynd af stöðu ferðaþjónustunnar en áður birt gögn. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist frá fyrra ári, þvert á það sem áður var talið. Ferðamenn eru því lítillega fleiri í ár en í fyrra og eyða meiru.
Bananar í verslun
15. ágúst 2024
Spáum að verðbólga standi í stað og verði 6,3% í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,36% á milli mánaða í ágúst og að verðbólga standi í stað í 6,3%. Alla jafna ganga sumarútsölur á fötum og skóm að hluta til baka í ágúst á meðan flugafargjöld til útlanda lækka. Við eigum von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í nóvember.
15. ágúst 2024
Spáum áfram óbreyttum vöxtum 
Verðbólga jókst umfram væntingar í júlí og jafnvel þótt verðbólga hafi almennt verið á niðurleið undanfarið hefur hjöðnunin verið hægari en vonir stóðu til. Nú í ágúst hafa stýrivextir verið 9,25% í heilt ár og við teljum að peningastefnunefnd haldi þeim áfram óbreyttum í næstu viku, sjötta skiptið í röð. 
Orlofshús á Íslandi
12. ágúst 2024
Ferðamenn í júlí fleiri en í fyrra 
Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
12. ágúst 2024
Vikubyrjun 12. ágúst 2024
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í júlí voru álíka margar og í fyrra, en brottförum Íslendinga fækkaði nokkuð á milli ára. Í þessari viku fara fram verðmælingar vegna ágústmælingar vísitölu neysluverðs og nokkur félög í kauphöllinni birta uppgjör.
Flugvöllur, Leifsstöð
6. ágúst 2024
Vikubyrjun 6. ágúst 2024
Gistinóttum erlendra ferðamanna í öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði um 1,4% á milli ára í júní. Það er nokkuð minni samdráttur en mældist í fjölda erlendra ferðamanna og erlendri kortaveltu.
1. ágúst 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. ágúst 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur