Mik­ið fjár­fest í íbúð­ar­hús­næði þrátt fyr­ir sam­drátt milli ára

Íbúðafjárfesting dróst saman um 4,4% í fyrra en þrátt fyrir það var mikið fjárfest, bæði í sögulegu samhengi og sem hlutfall af landsframleiðslu. Aukin velta í byggingariðnaði og vaxandi starfsmannafjöldi benda til þess að góður gangur sé í greininni og vænta megi fjölgun íbúða eftir því.
Fjölbýlishús
2. mars 2022 - Hagfræðideild

Samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands nam íbúðafjárfesting 177 mö.kr. í fyrra á verðlagi þess árs og dróst saman um 4,4% að raunvirði milli ára. Við höfðum spáð því að íbúðafjárfesting myndi dragast saman um 2% milli ára og var fjárfestingin því minni, og samdráttur meiri, en við áttum von á. Þrátt fyrir það var talsvert fjárfest í íbúðarhúsnæði. Aðeins þrisvar hefur fjárfestingin mælst meiri á einu ári miðað við fast verðlag: Árin 2007, 2019 og 2020. Líkt og Hagfræðideild hefur fjallað um fjölgar nú íbúðum í byggingu bæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Síðan 1995 hefur íbúðafjárfesting að jafnaði verið um 4,1% af landsframleiðslu. Í fyrra mældist íbúðafjárfesting 5,5% af vergri landsframleiðslu og var því nokkuð yfir meðaltalinu, fjórða árið í röð. Mest hefur íbúðafjárfesting verið 6,5% af landsframleiðslu, árið 2007, og hefur ekki aftur náð þeim styrk þó hún hafi komist nálægt því árið 2020 (5,9% af landsframleiðslu).

Það getur reynst gagnlegt að líta til íbúðafjárfestingar sem hlutfalls af vergri landsframleiðslu til þess að leggja mat á hvort verið sé að byggja mikið eða lítið miðað við aðstæður. Staðan eins og hún er í dag bendir til þess að verið sé að byggja talsvert en þrátt fyrir það ríkir mikil spenna á fasteignamarkaði. Verðhækkanir mælast miklar, eða svipaðar og sást síðast á árunum 2016-2017, þegar mun minna var þó byggt. Það gefur til kynna að verðhækkanir séu drifnar áfram af verulega aukinni eftirspurn. Að auki eru nýjar íbúðir dýrari en þær sem fyrir eru og getur mikil sala þeirra nú knúið áfram verðhækkanir.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Mikið fjárfest í íbúðarhúsnæði þrátt fyrir samdrátt milli ára

Þú gætir einnig haft áhuga á
Orlofshús á Íslandi
12. ágúst 2024
Ferðamenn í júlí fleiri en í fyrra 
Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
12. ágúst 2024
Vikubyrjun 12. ágúst 2024
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í júlí voru álíka margar og í fyrra, en brottförum Íslendinga fækkaði nokkuð á milli ára. Í þessari viku fara fram verðmælingar vegna ágústmælingar vísitölu neysluverðs og nokkur félög í kauphöllinni birta uppgjör.
Flugvöllur, Leifsstöð
6. ágúst 2024
Vikubyrjun 6. ágúst 2024
Gistinóttum erlendra ferðamanna í öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði um 1,4% á milli ára í júní. Það er nokkuð minni samdráttur en mældist í fjölda erlendra ferðamanna og erlendri kortaveltu.
1. ágúst 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. ágúst 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
29. júlí 2024
Vikubyrjun 29. júlí 2024
Verðbólga mældist umfram væntingar í júlí og fór úr 5,8% í 6,3%, samkvæmt vísitölu neysluverðs sem Hagstofan birti í síðustu viku. Launavísitala fyrir júnímánuð var einnig birt í síðustu viku og hækkaði um 0,5% milli mánaða. Kaupmáttur launa er nokkurn veginn sá sami og á sama tíma í fyrra.
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur