Hag­sjá: Ferða­lög standa á bak við auk­inn inn- og út­flutn­ing þjón­ustu

Það er ekki nóg með að útflutningsvexti þjónustu sé haldið uppi af vexti í komum erlendra ferðamanna hingað til lands heldur er innflutningsvexti þjónustu einnig haldið uppi af auknum ferðalögum Íslendinga erlendis.
5. júní 2018

Samantekt

Þjónustuútflutningur nam 131,5 ma.kr. á fyrsta fjórðungi ársins og jókst hann um 7,4 ma.kr. eða 6% milli ára. Þjónustuinnflutningur nam hins vegar 99 ma.kr. og jókst um 16,1 ma.kr. eða 19,4%. Afgangur af þjónustujöfnuði nam því 32,6 ma.kr. og dróst saman um 8,7 ma.kr. eða 21,1%. Þetta er engu að síður annar mesti afgangur af þjónustujöfnuði sem mælst hefur.

Ferðaþjónustan stendur á bak við aukinn útflutning

Eins og verið hefur síðustu ár bar vöxtur ferðaþjónustu uppi heildaraukningu í þjónustuútflutningi. Útflutningur ferðaþjónustu skiptist í annars vegar þjónustuliðina ferðalög og hins vegar farþegaflutninga. Ferðalög, sem mæla útgjöld erlendra ferðamanna hér á landi utan kaupa þeirra á flugþjónustu innlendra flugfélaga, jukust um 4,3 ma.kr. eða 7,4% milli ára. Sú upphæð skýrir um 58% af heildaraukningu þjónustuútflutnings milli ára. Farþegaflutningar jukust hins vegar einungis um 700 m.kr. eða um 2,1% og skýra 9,3% af heildaraukningu þjónustuútflutnings. Samanlagt skýrir útflutningur ferðaþjónustu því 67% af heildaraukningu þjónustuútflutnings.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Ferðalög standa á bak við aukinn inn- og útflutning þjónustu (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Orlofshús á Íslandi
12. ágúst 2024
Ferðamenn í júlí fleiri en í fyrra 
Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
12. ágúst 2024
Vikubyrjun 12. ágúst 2024
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í júlí voru álíka margar og í fyrra, en brottförum Íslendinga fækkaði nokkuð á milli ára. Í þessari viku fara fram verðmælingar vegna ágústmælingar vísitölu neysluverðs og nokkur félög í kauphöllinni birta uppgjör.
Flugvöllur, Leifsstöð
6. ágúst 2024
Vikubyrjun 6. ágúst 2024
Gistinóttum erlendra ferðamanna í öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði um 1,4% á milli ára í júní. Það er nokkuð minni samdráttur en mældist í fjölda erlendra ferðamanna og erlendri kortaveltu.
1. ágúst 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. ágúst 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
29. júlí 2024
Vikubyrjun 29. júlí 2024
Verðbólga mældist umfram væntingar í júlí og fór úr 5,8% í 6,3%, samkvæmt vísitölu neysluverðs sem Hagstofan birti í síðustu viku. Launavísitala fyrir júnímánuð var einnig birt í síðustu viku og hækkaði um 0,5% milli mánaða. Kaupmáttur launa er nokkurn veginn sá sami og á sama tíma í fyrra.
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur