Fréttir

Lands­banka­app­ið val­ið app árs­ins

Landsbankaappið var valið app ársins þegar Íslensku vefverðlaunin voru afhent þann 22. febrúar síðastliðinn. Appið er einfalt og þægilegt í notkun en með því geta viðskiptavinir Landsbankans sinnt bankaviðskiptum sínum hvar og hvenær sem er.
26. febrúar 2019 - Landsbankinn

Landsbankaappið var valið app ársins þegar Íslensku vefverðlaunin voru afhent þann 22. febrúar síðastliðinn. Appið er einfalt og þægilegt í notkun en með því geta viðskiptavinir Landsbankans sinnt bankaviðskiptum sínum hvar og hvenær sem er.

Viðskiptavinir fá skýra og einfalda samantekt á fjárhagslegri stöðu sinni um leið og þeir skrá sig inn. Síðan er auðvelt að kafa dýpra og fá nánari upplýsingar um hvern þjónustuþátt. Innskráningarferlið er einfalt, en hægt er að skrá sig inn með fingrafari, rafrænum skilríkjum eða notendanafni og lykilorði.

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) standa að Íslensku vefverðlaununum en SVEF eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Íslensku vefverðlaunin hafa verið haldin frá árinu 2000 og eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

Landsbankaappið bar sigur úr býtum í flokknum app ársins. Í umsögn dómnefndar segir: „Í appinu er fljótlegt að framkvæma allar meginaðgerðir og mikil áhersla lögð á aðgengi. Valmynd er vel uppsett. Fallegt, þægilegt og gott í notkun.“

Landsbankinn kynnti á árinu 2018 fjölda nýjunga í stafrænni þjónustu sem er ætlað að gera líf viðskiptavina einfaldara og bankaviðskipti auðveldari. Fjallað er um nýjungarnar í ársskýrslu Landsbankans sem kom út í febrúar.

Landsbankaappið er aðgengilegt í App Store og Google Play. Þeir sem ekki eru þegar viðskiptavinir bankans geta skráð sig í viðskipti á örfáum mínútum með því að sækja appið og auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.

Landsbankaappið

Þú gætir einnig haft áhuga á
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankann opnaður
Við höfum opnað Listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
2. ágúst 2024
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi í dag, föstudaginn 2. ágúst. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst.
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga. Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur