Fréttir

Töf á milli­færsl­um til Ís­lands­banka 14.-17. sept­em­ber

Dagana 14.-17. september mun Íslandsbanki, í samstarfi við Reiknistofu bankanna, innleiða nýtt innlána- og greiðslukerfi. Á meðan á innleiðingunni stendur munu reikningsyfirlit viðskiptavina Íslandsbanka ekki uppfærast og tafir verða á innborgunum á kreditkort.
13. september 2018

Dagana 14.-17. september mun Íslandsbanki, í samstarfi við Reiknistofu bankanna, innleiða nýtt innlána- og greiðslukerfi. Á meðan á innleiðingunni stendur munu reikningsyfirlit viðskiptavina Íslandsbanka ekki uppfærast og tafir verða á innborgunum á kreditkort.

Hvaða áhrif hefur þetta á viðskiptavini Landsbankans?

Eins og Íslandsbanki hefur greint frá mun innleiðing á kerfinu hefjast föstudaginn 14. september og stefnt er að því að henni verði lokið mánudaginn 17. september. Íslandsbanki hefur hvatt viðskiptavini sína til að ljúka nauðsynlegum bankaviðskiptum fyrir helgina, eigi þeir þess kost, til að forðast óþægindi.

Á meðan á innleiðingu stendur verður þjónusta í netbönkum og appi Íslandsbanka skert. Skerðingin hefur það m.a. í för með sér að upplýsingar um millifærslur af reikningum í Landsbankanum yfir á reikninga hjá Íslandsbanka munu ekki birtast samstundis í netbanka Íslandsbanka heldur í síðasta lagi þegar innleiðingu er lokið. Fé sem er millifært verður hægt að nýta með því að greiða með debetkortum. Ef greitt er inn á kreditkort frá Kreditkortum hf. eða Borgun mun ráðstöfun kortanna ekki hækka fyrr en á mánudag.

Við bendum viðskiptavinum á að í Landsbankaappinu og í netbankanum er hægt að senda kvittanir fyrir millifærslum í tölvupósti, án kostnaðar.

Vakt í Þjónustuveri Landsbankans um helgina

Sérfræðingar okkar í Þjónustuveri Landsbankans verða til taks frá kl. 11-15 laugardag og sunnudag og er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða með því að senda okkur skilaboð í gegnum Messenger á Facebook.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Lúðrasveit á Menningarnótt
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
2. ágúst 2024
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi í dag, föstudaginn 2. ágúst. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst.
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga. Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur